Afkoma N1 veldur vonbrigðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 EBIDTA N1 dróst saman um 30% á milli ára. vísir/vilhelm Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórnendur N1 hafi ákveðið að halda afkomuspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58 Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00 GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Sala og framlegð olíufélagsins N1 á öðrum fjórðungi ársins olli vonbrigðum að mati hagfræðideildar Landsbankans sem segir að svo virðist sem félagið finni fyrir áhrifum af samkeppninni við bandaríska risann Costco. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu var rúmlega 300 milljónum króna lægri en sérfræðingar Landsbankans og IFS greiningar höfðu spáð. Fjárfestar virðast ekki hafa tekið vel í uppgjör olíufélagsins fyrir annan fjórðung ársins, en til marks um það lækkuðu hlutabréf í félaginu um 5,8 prósent í verði í gær. Fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því af hverju stjórnendur N1 hafi ákveðið að halda afkomuspá sinni óbreyttri fyrir árið, en stjórnendurnir gera áfram ráð fyrir að EBIDTA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir króna á árinu, að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup félagsins á Festi. EBIDTA félagsins var 768 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins og lækkaði um heil þrjátíu prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn myndi haldast nokkuð óbreyttur eða lækka um örfá prósent á milli ára. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í ljósi afkomu N1 á öðrum fjórðungi ársins þurfi EBIDTA á seinni helmingi þessa árs að vera 64 milljónum króna hærri en hún var á seinni helmingi síðasta árs til þess að spá stjórnendanna gangi eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58 Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00 GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Hlutabréf í N1 taka dýfu Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hefur lækkað um 5,81 prósent í 242 milljóna viðskiptum það sem af er degi. 24. ágúst 2017 10:58
Hagnaður N1 minnkaði um fimmtung á milli ára Dróst EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – saman um 12,7 prósent og nam 1.478 milljónum króna. 24. ágúst 2017 06:00
GAMMA með 263 milljóna skortstöðu í N1 Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. 17. ágúst 2017 06:00