Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Jennifer Berg skrifar 25. ágúst 2017 12:00 Myndir/Jennifer Nú er föstudagur, öll helgin framundan sem gaman er að eyða í að gera vel við sig í mat. Glamourkokkurinn okkar Jennifer Berg býður hér upp á heimagerða kjúklinganagga, sætkartöflufranskar, jógúrtsósu, risarækjur og guðdómlegan marens. Eitthvað sem ætti að láta jafnt unga sem aldna fá vatn í munninn. Upp með svuntuna og prófum okkur áfram í eldhúsinu. GRILLAÐAR RISA- RÆKJUR Í CHILI OG HVÍTLAUKS MARINERINGUInnihald: (fyrir 4) 500 g risarækjurMarinering: 1⁄2 sítróna, börkur og safi 2⁄3 dl ólífuolía2 msk. hvítvínsedik 1⁄2 rauður chilipipar, fræhreinsaður og fínhakkaður 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander Salt og pipar 12 grillpinnar og vatnLeiðbeiningar:1. Látið grillpinnana liggja í vatni á meðan marineringin er undirbúin. 2. Leggið öll hráefnin fyrir marineringuna í skál og blandið saman. 3. Takið grillpinnana og setjið 4-5 rækjur á hvern pinna. 4. Leggið í grunnaskál o ghellið nánast allri marineringunni yfir rækjurnar. 5. Leggið plastfilmu yfir skálina og leggið inn í ísskáp í 20-30 mínútur. 6. Takið rækjurnar út úr ísskápnum og hitið upp grillið. 7. Grillið rækjurnar í 3-4mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær hafa fengið fínan lit. 8. Hellið Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum og jógúrt kryddjurtasósuInnihald (fyrir 4)Kjúklinganaggar800 g kjúklingalundir 2 egg 2 dl hveiti 2 dl brauðrasp 2 tsk. ítalskt jurtakrydd 2 msk. steikingarolía Salt og piparSætkartöflufranskar 2 sætar kartöflur 3 msk. ólífuolía 3 msk. kartöflumjöl Salt og piparJógúrt kryddjurtasósa 250 g grísk jógúrt 3 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. hakkaður graslaukur 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander 1 msk. hökkuð mynta Salt og piparLeiðbeiningarKjúklinganaggar: Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu.Takið fram tvo diska og eina skál. Hrærið eggin saman í skálinni. Setjið brauðraspið á annan diskinn en hveitið, salt, pipar og ítalska kryddið á hinn.Saltið og piprið kjúklinginn. Takið nokkrar kjúklingalundir í einu og veltið upp úr hveitinu. Dýfið þeim svo ofan í eggin og að lokum veltið þeim upp úr brauðraspinu.Leggið kjúklingalundirnar á bökunarpappírinn og eldið í ofni í um 15 mínútur. (Á meðan er gott að undirbúa sætkartöflufrönskurnar).Áður en kjúklingalundirnar eru bornar fram, steikið þær í olíu í 1-2 mínútur eða þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar.Sætkartöflufranskar: Hitið ofninn í 225 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu. Skolið af sætu kartöflunum og skerið þær í strimla.Leggið kartöflurnar í skál, bætið við ólífuolíu og salti og pipar og blandið öllu saman.8. Bætið kartöflumjölinu saman við kartöflurnar og blandið saman með höndunum. 9. Leggið kartöflurnar á bökunarpappír og bakið í ofninum í 20-30 mínútur. 10. Kryddjurtasósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram. Fullkomin terta með marensInnihald (fyrir 8-10)Svampbotn 75 g smjörlíki, við stofuhita 2 dl flórsykur 5 eggjarauður 11⁄2 dl hveiti 11⁄2 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólkMarens 5 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl möndluflögurFylling 5 dl rjómi 1⁄2 dl sykur 3 dl afþídd hindberLeiðbeiningarSvampbotn: Hitið ofninn í 180 gráður, stillið hann á blástur.Byrjið á svampbotninum. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót (30 x 40 cm), smyrjið bökunarpappírinn með smá smjöri.Blandið smjörinu og flórsykrinum saman í hrærivél, þangað til áferðin er orðin mjúk.Hrærið einu eggi í einu saman við deigið.Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu og hrærið síðan saman við deigið og að því loknu bætið þið mjólkinni við.Leggið deigið á bökunarpappírinn og fletjið út með sleikju svo að deigið sé jafnt.Marens: Hrærið saman eggjahvíturnar með helmingnum af sykrinum fyrst en bætið svo við restinni og hrærið þangað til marensinn er orðinn stífur.Smyrjið marensinum yfir allan svampbotninn. Stráið svo möndluflögunum yfir marensinn.Bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur.Takið tertuna út úr ofninum og látið kólna. 11. Fylling: Hrærið saman rjómanum og sykrinum og blandið síðan hindberjunum saman við. 12. Skiptið tertunni í tvennt. Leggið annan hlutann á diskinn sem þið ætlið að bera tertuna fram á og látið marensinn snúa upp. Smyrjið hindberjarjómanum ofan á tertuna og leggið síðan hinn helminginn af tertunni ofan á svo að úr verði samloka. Skreytið kökuna með meira af berjum ef þið viljið. Berið kökuna fram og njótið!Þessar uppskriftir birtust fyrst í júlí/ágústblaði Glamour. Öll hráefni í uppskriftir Jennifer má finna í Krónunni! I'm happy to announce that I'm one of @vinochmatguiden new profiles alongside Swedish celebrity and top chefs! Looking forward to some more cooking and baking #Chefjen #Foodblogger #vinochmatguiden #upgradedchrissyteigen PS. Don't forget to Follow my food IG @cookitwithjen A post shared by Jennifer Berg Pinyojit (@jenniferbergp) on Dec 7, 2016 at 1:12pm PST Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Kim Kardashian og Charlotte Tilbury hanna varalit Glamour Opinberar Kylie óléttuna á skjánum? Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Glamour
Nú er föstudagur, öll helgin framundan sem gaman er að eyða í að gera vel við sig í mat. Glamourkokkurinn okkar Jennifer Berg býður hér upp á heimagerða kjúklinganagga, sætkartöflufranskar, jógúrtsósu, risarækjur og guðdómlegan marens. Eitthvað sem ætti að láta jafnt unga sem aldna fá vatn í munninn. Upp með svuntuna og prófum okkur áfram í eldhúsinu. GRILLAÐAR RISA- RÆKJUR Í CHILI OG HVÍTLAUKS MARINERINGUInnihald: (fyrir 4) 500 g risarækjurMarinering: 1⁄2 sítróna, börkur og safi 2⁄3 dl ólífuolía2 msk. hvítvínsedik 1⁄2 rauður chilipipar, fræhreinsaður og fínhakkaður 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander Salt og pipar 12 grillpinnar og vatnLeiðbeiningar:1. Látið grillpinnana liggja í vatni á meðan marineringin er undirbúin. 2. Leggið öll hráefnin fyrir marineringuna í skál og blandið saman. 3. Takið grillpinnana og setjið 4-5 rækjur á hvern pinna. 4. Leggið í grunnaskál o ghellið nánast allri marineringunni yfir rækjurnar. 5. Leggið plastfilmu yfir skálina og leggið inn í ísskáp í 20-30 mínútur. 6. Takið rækjurnar út úr ísskápnum og hitið upp grillið. 7. Grillið rækjurnar í 3-4mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær hafa fengið fínan lit. 8. Hellið Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum og jógúrt kryddjurtasósuInnihald (fyrir 4)Kjúklinganaggar800 g kjúklingalundir 2 egg 2 dl hveiti 2 dl brauðrasp 2 tsk. ítalskt jurtakrydd 2 msk. steikingarolía Salt og piparSætkartöflufranskar 2 sætar kartöflur 3 msk. ólífuolía 3 msk. kartöflumjöl Salt og piparJógúrt kryddjurtasósa 250 g grísk jógúrt 3 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. hakkaður graslaukur 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander 1 msk. hökkuð mynta Salt og piparLeiðbeiningarKjúklinganaggar: Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu.Takið fram tvo diska og eina skál. Hrærið eggin saman í skálinni. Setjið brauðraspið á annan diskinn en hveitið, salt, pipar og ítalska kryddið á hinn.Saltið og piprið kjúklinginn. Takið nokkrar kjúklingalundir í einu og veltið upp úr hveitinu. Dýfið þeim svo ofan í eggin og að lokum veltið þeim upp úr brauðraspinu.Leggið kjúklingalundirnar á bökunarpappírinn og eldið í ofni í um 15 mínútur. (Á meðan er gott að undirbúa sætkartöflufrönskurnar).Áður en kjúklingalundirnar eru bornar fram, steikið þær í olíu í 1-2 mínútur eða þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar.Sætkartöflufranskar: Hitið ofninn í 225 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu. Skolið af sætu kartöflunum og skerið þær í strimla.Leggið kartöflurnar í skál, bætið við ólífuolíu og salti og pipar og blandið öllu saman.8. Bætið kartöflumjölinu saman við kartöflurnar og blandið saman með höndunum. 9. Leggið kartöflurnar á bökunarpappír og bakið í ofninum í 20-30 mínútur. 10. Kryddjurtasósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram. Fullkomin terta með marensInnihald (fyrir 8-10)Svampbotn 75 g smjörlíki, við stofuhita 2 dl flórsykur 5 eggjarauður 11⁄2 dl hveiti 11⁄2 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólkMarens 5 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl möndluflögurFylling 5 dl rjómi 1⁄2 dl sykur 3 dl afþídd hindberLeiðbeiningarSvampbotn: Hitið ofninn í 180 gráður, stillið hann á blástur.Byrjið á svampbotninum. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót (30 x 40 cm), smyrjið bökunarpappírinn með smá smjöri.Blandið smjörinu og flórsykrinum saman í hrærivél, þangað til áferðin er orðin mjúk.Hrærið einu eggi í einu saman við deigið.Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu og hrærið síðan saman við deigið og að því loknu bætið þið mjólkinni við.Leggið deigið á bökunarpappírinn og fletjið út með sleikju svo að deigið sé jafnt.Marens: Hrærið saman eggjahvíturnar með helmingnum af sykrinum fyrst en bætið svo við restinni og hrærið þangað til marensinn er orðinn stífur.Smyrjið marensinum yfir allan svampbotninn. Stráið svo möndluflögunum yfir marensinn.Bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur.Takið tertuna út úr ofninum og látið kólna. 11. Fylling: Hrærið saman rjómanum og sykrinum og blandið síðan hindberjunum saman við. 12. Skiptið tertunni í tvennt. Leggið annan hlutann á diskinn sem þið ætlið að bera tertuna fram á og látið marensinn snúa upp. Smyrjið hindberjarjómanum ofan á tertuna og leggið síðan hinn helminginn af tertunni ofan á svo að úr verði samloka. Skreytið kökuna með meira af berjum ef þið viljið. Berið kökuna fram og njótið!Þessar uppskriftir birtust fyrst í júlí/ágústblaði Glamour. Öll hráefni í uppskriftir Jennifer má finna í Krónunni! I'm happy to announce that I'm one of @vinochmatguiden new profiles alongside Swedish celebrity and top chefs! Looking forward to some more cooking and baking #Chefjen #Foodblogger #vinochmatguiden #upgradedchrissyteigen PS. Don't forget to Follow my food IG @cookitwithjen A post shared by Jennifer Berg Pinyojit (@jenniferbergp) on Dec 7, 2016 at 1:12pm PST
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Kim Kardashian og Charlotte Tilbury hanna varalit Glamour Opinberar Kylie óléttuna á skjánum? Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Glamour