Sókndjarfari og ferskari Finnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira