Íslendingur í Houston: „Eigum vistir fyrir viku til tíu daga“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:00 Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar.
Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55