Stefnum að því að tryggja okkur 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58
Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57
Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45
Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56