Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Gissur Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2017 13:34 Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Vísir/Pjetur Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Vel yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng í síðasta mánuði, sem er met og langt yfir öryggismörkum Evrópusambandsins um jafnaðarumferð um jarðgöng af þessu tagi á einu ári. Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. Í Evrópureglunum er er miðað við átta þúsund bíla á sólarhring en þeir voru tæplega tíu þúsund á dag í júlí, sem er þá langt yfir viðmiði. „Já já við erum komin langt yfir mörkin. Þau eru 8000 bílar á sólarhring,” segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hver hefur aukningin á bílum verið ef við forum bara 2-3 ár aftur í tímann? „Í fyrra var langstærsti júlímánuður, stærsti mánuður í sögunni, með 295.000 ökutæki í júlí. Það hafði verið 270.000 árið og 240.000 tæp þar áður. Þannig þetta hoppar ansi skarpt.” Hann segist búast við því að farið verði yfir mörk Evrópusambandsins í síðasta lagi árið 2020. „Ja meðalumferðin á þessu ári verður væntanlega í kringum 7000 ökutæki á sólarhring. Það var á síðasta ári rúmlega 6400 og árið þar áður 5600 þannig að það er nú mjög líklegt að þetta náist á árinu 2019. Allra síðasta lagið 2020.” Þá eru gerðar kröfur um hvað, öryggisgöng ekki satt? „Jú jú, þá er um að ræða að tvöfalda göngin því umferðarþunginn núna í einu röri er alveg við þolmörk á sumartíma. Það sem er rétt að benda á I þessu sambandi er að óhappatíðnin hún virðist vaxa hraðar en umferðaraukningin, við erum komin að þeim mörkum. Það hefur verið mjög mikið um óhöpp í sumar og í mörgum tilvikum tefur það umferðina og síðast í gær gerðist það að það þurfti að stjórna umferðina í báðar áttir í minnsta kosti fjóra klukkutíma.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira