Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 10:33 Ekki er einhugur á meðal Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu. Vísir/EPA Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni. Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni.
Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00
Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00
Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50
Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00
Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41