Freyr í 1 á 1: Athyglin var of mikil á tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2017 16:58 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira