Freyr í 1 á 1: Athyglin var of mikil á tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2017 16:58 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn