Hvað er að þessu unga fólki? Sif SigMarsdótir skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Hvað er eiginlega að unga fólkinu okkar í dag? Svarið kann að koma á óvart: Ekkert. Það er ekkert að unga fólkinu okkar í dag. Það reykir minna en kynslóðirnar á undan, drekkur minna, neytir síður vímuefna og er seinþreytt til vandræða. Við hin sem getum vart opnað munninn án þess að æpa „o tempora, o mores!“ – eða í staðfærðri samtímaþýðingu „bölvaðir snjallsímar, andskotans internet“ – erum hins vegar haldin krónískum kvilla. Grein sem birtist í bandaríska tímaritinu The Atlantic og ber heitið „Have Smartphones Destroyed a Generation?“ fór eins og eldur í sinu um vef- og samfélagsmiðla í vikunni. Þótt margir gagnrýndu skrifin og töldu fullyrðingar höfundarins byggðar á sandi tók fjöldi fólks greininni fagnandi; hún var viðbótartónn í ómþýðan hljóm bergmálsklefa lífs þess: Sko, ég sagði það, heimur versnandi fer. Vandamálið er hins vegar ekki æskan. Við sem gólum um hnignun ungdómsins erum þjökuð af heilkenni sem nú hefur fengið nafn. „Juvenoia“, eða ungdómsótti, er óhóflegur ótti hinna eldri við eyðileggingarmátt þjóðfélagsbreytinga á borð við internetið á þá sem yngri eru. Kvillinn er hins vegar ekki nýr af nálinni. Eftirfarandi eru fimm dæmi um snjallsíma fortíðar:Lestur Ekkert þykir meira göfgandi ungum sálum en að taka sér bók í hönd. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Í árdaga skáldsögunnar höfðu margir áhyggjur af „lestrarfíkn“ og siðspillandi eiginleikum bóka. „Skáldsagnalestur er háskalegasti siður sem ungar stúlkur geta tekið upp,“ ritaði Dr. John Harvey Kellogg árið 1882. „Hann er jafnávanabindandi og áfengi og ópíum.“Útvarp Útvarp er óumdeildur miðill í dag. Löngum var hann þó álitinn litlu skárri en sjónvarp. Í grein í Árbók Landsbókasafnsins frá árinu 1968 má lesa óð til gamla bókaskápsins sem lýkur á bölmóði: „Skyldi útvarp og sjónvarp nútímans, sem nú er víða komið í stað bókalesturs, skila næstu kynslóð jafngóðum arfi og skápurinn gamli?“Sjónvarp Árið 1980 óttuðust eldri kynslóðir um áhrif sjónvarps á veruleikaskyn hinna yngri: „[Börn] kynnast nánast engum veruleika nema þeim, sem dagskráin ber á borð fyrir þau,“ var haft eftir þýskum prófessor í dagblaðinu Vísi. „Því miður eru allt of margir sjónvarpsþættir vel gerðir og trúverðugir, og fólk á orðið almennt í hreinustu vandræðum með að gera greinarmun á uppdiktuðum atburðum í sjónvarpi og því, sem gerist í raunveruleikanum.“ Nokkrum dögum síðar, í Þjóðviljanum, mátti lesa uppástungu þess efnis að Íslendingar kveddu sér hljóðs á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og boðuðu öðrum „fagnaðarerindið“ sem sjónvarpslausir fimmtudagar væru.Bréfaskriftir Tilheyrir þú hópi þeirra sem agnúast út í unga fólkið er það deilir hverju einasta smáatriði lífs síns á samfélagsmiðlum – líka þeim vandræðalegu? Siðurinn varð ekki til með internetinu. „Alþekkt er að ungum konum þykir gaman að leika sér að hvössum tólum,“ skrifaði breski rithöfundurinn Amelia E. Barr árið 1898. „Og verst af öllum slíkum verkfærum eru léttúðugar og kæruleysislegar bréfaskriftir; því hvar hætturnar liggja er ekki alltaf augljóst og þegar kemur að því að höfundur þurfi að taka afleiðingunum er hann oft búinn að steingleyma verknaðinum.“Myndbandstæki Árið er 1985. Hvað er hættulegra en sjónvarp? Myndbandstækið. Í tilfinningaþrungnum pistli í Þjóðviljanum segir: „Alkóhólistar ku vera því erfiðari sem þeir byrja fyrr að drekka. Og við vitum fátt um það fólk sem nú er að verða til – það fólk sem fékk myndband í stað fósturs heima og að heiman og kom timbrað í barnaskólann úr vídeóveislu kvöldsins áður. Ólíklegt til dæmis að þetta fólk muni nokkru sinni eignast þá lágmarkseinbeitni sem bók heimtar.“ Snjallsímar eru skáldsögur framtíðarinnar, útvarpstæki og bréfaskriftir. Það verður ekki aðeins í lagi með börnin – allt bendir til þess að þau verði kynslóðabetrungar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hvað er eiginlega að unga fólkinu okkar í dag? Svarið kann að koma á óvart: Ekkert. Það er ekkert að unga fólkinu okkar í dag. Það reykir minna en kynslóðirnar á undan, drekkur minna, neytir síður vímuefna og er seinþreytt til vandræða. Við hin sem getum vart opnað munninn án þess að æpa „o tempora, o mores!“ – eða í staðfærðri samtímaþýðingu „bölvaðir snjallsímar, andskotans internet“ – erum hins vegar haldin krónískum kvilla. Grein sem birtist í bandaríska tímaritinu The Atlantic og ber heitið „Have Smartphones Destroyed a Generation?“ fór eins og eldur í sinu um vef- og samfélagsmiðla í vikunni. Þótt margir gagnrýndu skrifin og töldu fullyrðingar höfundarins byggðar á sandi tók fjöldi fólks greininni fagnandi; hún var viðbótartónn í ómþýðan hljóm bergmálsklefa lífs þess: Sko, ég sagði það, heimur versnandi fer. Vandamálið er hins vegar ekki æskan. Við sem gólum um hnignun ungdómsins erum þjökuð af heilkenni sem nú hefur fengið nafn. „Juvenoia“, eða ungdómsótti, er óhóflegur ótti hinna eldri við eyðileggingarmátt þjóðfélagsbreytinga á borð við internetið á þá sem yngri eru. Kvillinn er hins vegar ekki nýr af nálinni. Eftirfarandi eru fimm dæmi um snjallsíma fortíðar:Lestur Ekkert þykir meira göfgandi ungum sálum en að taka sér bók í hönd. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Í árdaga skáldsögunnar höfðu margir áhyggjur af „lestrarfíkn“ og siðspillandi eiginleikum bóka. „Skáldsagnalestur er háskalegasti siður sem ungar stúlkur geta tekið upp,“ ritaði Dr. John Harvey Kellogg árið 1882. „Hann er jafnávanabindandi og áfengi og ópíum.“Útvarp Útvarp er óumdeildur miðill í dag. Löngum var hann þó álitinn litlu skárri en sjónvarp. Í grein í Árbók Landsbókasafnsins frá árinu 1968 má lesa óð til gamla bókaskápsins sem lýkur á bölmóði: „Skyldi útvarp og sjónvarp nútímans, sem nú er víða komið í stað bókalesturs, skila næstu kynslóð jafngóðum arfi og skápurinn gamli?“Sjónvarp Árið 1980 óttuðust eldri kynslóðir um áhrif sjónvarps á veruleikaskyn hinna yngri: „[Börn] kynnast nánast engum veruleika nema þeim, sem dagskráin ber á borð fyrir þau,“ var haft eftir þýskum prófessor í dagblaðinu Vísi. „Því miður eru allt of margir sjónvarpsþættir vel gerðir og trúverðugir, og fólk á orðið almennt í hreinustu vandræðum með að gera greinarmun á uppdiktuðum atburðum í sjónvarpi og því, sem gerist í raunveruleikanum.“ Nokkrum dögum síðar, í Þjóðviljanum, mátti lesa uppástungu þess efnis að Íslendingar kveddu sér hljóðs á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og boðuðu öðrum „fagnaðarerindið“ sem sjónvarpslausir fimmtudagar væru.Bréfaskriftir Tilheyrir þú hópi þeirra sem agnúast út í unga fólkið er það deilir hverju einasta smáatriði lífs síns á samfélagsmiðlum – líka þeim vandræðalegu? Siðurinn varð ekki til með internetinu. „Alþekkt er að ungum konum þykir gaman að leika sér að hvössum tólum,“ skrifaði breski rithöfundurinn Amelia E. Barr árið 1898. „Og verst af öllum slíkum verkfærum eru léttúðugar og kæruleysislegar bréfaskriftir; því hvar hætturnar liggja er ekki alltaf augljóst og þegar kemur að því að höfundur þurfi að taka afleiðingunum er hann oft búinn að steingleyma verknaðinum.“Myndbandstæki Árið er 1985. Hvað er hættulegra en sjónvarp? Myndbandstækið. Í tilfinningaþrungnum pistli í Þjóðviljanum segir: „Alkóhólistar ku vera því erfiðari sem þeir byrja fyrr að drekka. Og við vitum fátt um það fólk sem nú er að verða til – það fólk sem fékk myndband í stað fósturs heima og að heiman og kom timbrað í barnaskólann úr vídeóveislu kvöldsins áður. Ólíklegt til dæmis að þetta fólk muni nokkru sinni eignast þá lágmarkseinbeitni sem bók heimtar.“ Snjallsímar eru skáldsögur framtíðarinnar, útvarpstæki og bréfaskriftir. Það verður ekki aðeins í lagi með börnin – allt bendir til þess að þau verði kynslóðabetrungar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun