Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 23:15 Thomas á lokaflötinni í dag. Vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017 Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017
Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira