Minnst átján eru látnir og átta eru særðir eftir árás vígamanna á veitingastað í Búrkína Fasó. Remis Dandjinou, samskiptaráðherra segir að minnst tveir vígamenn hefðu verið felldir af öryggissveitum. Ekki liggur fyrir hvort að þeir séu taldir með þeim átján sem féllu. Árásin hófst í gærkvöldi, en lauk nú í morgun. Hann segir árásina vera hryðjuverk.