Umdeilt flutningaskip við bryggju í Hafnarfirði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 17:30 Flutningaskipið Winter Bay er við höfn í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið hefur farið í nokkra umdeilda leiðangra. Vísir Flutningaskipið Winter Bay er nú við höfn í Hafnarfjarðarhöfn þar sem verið er að ferma skipið af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur átt í vandræðum með að koma hvalkjöti til Japans á undanförnum árum og hafa skip með hvalkjöt frá fyrirtækinu þurft að fara óhefðbundnar siglingarleiðir til að koma því til hafnar Japans. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, sagði í febrúar á síðasta ári að fyrirtækið myndi ekki veiða neina hvali þá um sumarið vegna þess hve illa hefði gengið að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján hefur, samkvæmt heimildum Vísis, verið viðstaddur í Hafnarfirði þegar skipið hefur verið fermt.Dæmi um að kjötið hafi endað í hundamat í Japan Samkvæmt merkingum á pakkningum sem verið er að flytja um borð í skipið er þar um að ræða hvalkjöt af langreyðum. Skipið Winter Bay getur flutt um 2.000 tonn, samkvæmt uppýsingum á vefnum Marine Traffic. Árið 2015 var lagt í fremur óhefðbundinn leiðangur til að freista þess að koma hvalkjöti á markað í Japan. Þá var það sama skip, Winter Bay, sem fór með kjötið norðurleiðina í gegnum Norður-Íshafið, meðfram ströndum Noregs og Rússlands. Hvali hf. hefur síðan gengið illa að koma kjötinu á markað í Japan en þá eru þess dæmi að kjötið hafi endað í hundamat þar í landi.Verið er að ferma skipið af hvalkjöti í Hafnarfjarðarhöfn.VísirFór siglingaleið fyrir umdeildan farmÁrið áður, árið 2014, fór skipið Alma með 2.000 tonn af langreyðakjöti frá fyrirtækinu frá Hafnarfirði til Japan. Skipið fór hins vegar ekki hina hefðbundnu flutningaleið milli Evrópu og Japan í gegnum Miðjarðarhaf. Þess í stað sigldi skipið suður með ströndum Afríku sem er afar saldgæf siglingarleið og er hún helst farin þegar verið er að flytja umdeildan farm. Til stóð að skipið kæmi við í borginni Durban í Suður-Afríku en þar var komu skipsins mótmælt. Fréttamiðlar þar í landi sögðu að vegna þessa hafi skipið hætt við að koma til hafnar í borginni til að taka vistir. Þess í stað fór skipið að Port Louis, höfuðborg Máritíus til að taka vistir. Sumarið 2013 sneru yfirvöld í Hamborg og Rotterdam þremur gámum fullum af langreyðakjöti til baka til Íslands. Veiðarnar gagnrýndar úr mörgum áttum Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar geruðu ítrekað árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær. Máritíus Tengdar fréttir Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Líkir flutningi á langreyðarkjöti við ólöglegar fílaveiðar Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin furða sig á aðgerðum Hvals hf. 19. maí 2015 21:35 Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Formaður Sea Shepard samtakanna spjallar við útvarpsþáttinn Harmageddon. 12. ágúst 2015 10:20 Pamela Anderson biður Pútin um að stöðva Kristján Loftsson Leikkonan, sem á í góðu sambandi við Rússlandsforseta, vill að Rússir beiti sér fyrir því að stöðva flutning 1700 tonna af langreyðarkjöti í eigu Hvals hf. til Japans. 6. júlí 2015 22:36 Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan Winter Bay lagði frá bryggju í Hafnarfirði í dag og er stefnt til Japan með viðkomu í Ghana. 4. júní 2015 15:17 Hálf milljón vill stöðva för Winter Bay Winter Bay flytur tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. 28. júní 2015 18:35 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Flutningaskipið Winter Bay er nú við höfn í Hafnarfjarðarhöfn þar sem verið er að ferma skipið af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur átt í vandræðum með að koma hvalkjöti til Japans á undanförnum árum og hafa skip með hvalkjöt frá fyrirtækinu þurft að fara óhefðbundnar siglingarleiðir til að koma því til hafnar Japans. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, sagði í febrúar á síðasta ári að fyrirtækið myndi ekki veiða neina hvali þá um sumarið vegna þess hve illa hefði gengið að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján hefur, samkvæmt heimildum Vísis, verið viðstaddur í Hafnarfirði þegar skipið hefur verið fermt.Dæmi um að kjötið hafi endað í hundamat í Japan Samkvæmt merkingum á pakkningum sem verið er að flytja um borð í skipið er þar um að ræða hvalkjöt af langreyðum. Skipið Winter Bay getur flutt um 2.000 tonn, samkvæmt uppýsingum á vefnum Marine Traffic. Árið 2015 var lagt í fremur óhefðbundinn leiðangur til að freista þess að koma hvalkjöti á markað í Japan. Þá var það sama skip, Winter Bay, sem fór með kjötið norðurleiðina í gegnum Norður-Íshafið, meðfram ströndum Noregs og Rússlands. Hvali hf. hefur síðan gengið illa að koma kjötinu á markað í Japan en þá eru þess dæmi að kjötið hafi endað í hundamat þar í landi.Verið er að ferma skipið af hvalkjöti í Hafnarfjarðarhöfn.VísirFór siglingaleið fyrir umdeildan farmÁrið áður, árið 2014, fór skipið Alma með 2.000 tonn af langreyðakjöti frá fyrirtækinu frá Hafnarfirði til Japan. Skipið fór hins vegar ekki hina hefðbundnu flutningaleið milli Evrópu og Japan í gegnum Miðjarðarhaf. Þess í stað sigldi skipið suður með ströndum Afríku sem er afar saldgæf siglingarleið og er hún helst farin þegar verið er að flytja umdeildan farm. Til stóð að skipið kæmi við í borginni Durban í Suður-Afríku en þar var komu skipsins mótmælt. Fréttamiðlar þar í landi sögðu að vegna þessa hafi skipið hætt við að koma til hafnar í borginni til að taka vistir. Þess í stað fór skipið að Port Louis, höfuðborg Máritíus til að taka vistir. Sumarið 2013 sneru yfirvöld í Hamborg og Rotterdam þremur gámum fullum af langreyðakjöti til baka til Íslands. Veiðarnar gagnrýndar úr mörgum áttum Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar geruðu ítrekað árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.
Máritíus Tengdar fréttir Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Líkir flutningi á langreyðarkjöti við ólöglegar fílaveiðar Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin furða sig á aðgerðum Hvals hf. 19. maí 2015 21:35 Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Formaður Sea Shepard samtakanna spjallar við útvarpsþáttinn Harmageddon. 12. ágúst 2015 10:20 Pamela Anderson biður Pútin um að stöðva Kristján Loftsson Leikkonan, sem á í góðu sambandi við Rússlandsforseta, vill að Rússir beiti sér fyrir því að stöðva flutning 1700 tonna af langreyðarkjöti í eigu Hvals hf. til Japans. 6. júlí 2015 22:36 Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan Winter Bay lagði frá bryggju í Hafnarfirði í dag og er stefnt til Japan með viðkomu í Ghana. 4. júní 2015 15:17 Hálf milljón vill stöðva för Winter Bay Winter Bay flytur tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. 28. júní 2015 18:35 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00
Líkir flutningi á langreyðarkjöti við ólöglegar fílaveiðar Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin furða sig á aðgerðum Hvals hf. 19. maí 2015 21:35
Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Formaður Sea Shepard samtakanna spjallar við útvarpsþáttinn Harmageddon. 12. ágúst 2015 10:20
Pamela Anderson biður Pútin um að stöðva Kristján Loftsson Leikkonan, sem á í góðu sambandi við Rússlandsforseta, vill að Rússir beiti sér fyrir því að stöðva flutning 1700 tonna af langreyðarkjöti í eigu Hvals hf. til Japans. 6. júlí 2015 22:36
Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan Winter Bay lagði frá bryggju í Hafnarfirði í dag og er stefnt til Japan með viðkomu í Ghana. 4. júní 2015 15:17
Hálf milljón vill stöðva för Winter Bay Winter Bay flytur tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. 28. júní 2015 18:35