Stöðva þurfti leikinn á 33. mínútu þegar stuðningsmenn gestaliðsins reyndu að brjóta sér leið inn á völlinn. Aðskotahlutum var grýtt inn á völlinn og biðu leikmenn beggja liða á hinum vallarhelmingnum þar til að leikurinn gat hafist að nýju eftir um fimm mínútna hlé.
Everton leiðir 2-0 í einvíginu eftir mörk Michael Keane og Idrissa Gueye. Síðari leikur liðanna fer fram í Króatíu í næstu viku.
Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson, sem samdi við Everton í vikunni, var kynntur fyrir stuðningsmönnum á Everton á Goodison Park í gærkvöldi.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var tekið af stuðningsmönnum Hajduk Split.
Riots at Goodison, Hajduk trying to storm the home end #UEL#EFCpic.twitter.com/tlNjasswEM
— ßen (@BCAFCBH) August 17, 2017