Handbolti

Haukar misstu þrjá örvhenta leikmenn á nokkrum dögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukar eru í vandræðum fyrir komandi tímabil í Olísdeild karla eftir að hafa misst þrjá örvhenta leikmenn á örfáum dögum.

Ivan Ivkovic var sendur heim vegna atviks utan vallar og tveir örvhentir leikmenn til viðbótar, Leonharð Þorgeir Harðarson og Aron Gauti Óskarsson, meiddust í sama æfingaleiknum á miðvikudag og verða frá næstu mánuðina.

Til að bæta gráu á svart hafa tveir af reynslumestu leikmönnum liðsins ákveðið að hætta að spila, þeir Guðmundur Árni Ólafsson og Elías Már Halldórsson.

Sem stendur er aðeins einn örvhentur leikmaður heill heilsu í liði Hauka. Serbneskur leikmaður verður þó til skoðunar um helgina en Gunnar viðurkennir fúslega að þetta sé staða sem hann hefði helst vilja forðast, svo skömmu fyrir upphaf nýst tímabils.

„Ég er alltaf áhyggjufullur. Það er enginn draumatími í ágúst að þurfa að fylla í skörð. En við höfum enn tíma og erum að leita lausna,“ sagði Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×