Björk er yfirleitt í athyglisverðum fatnaði á sviði og engin undantekning þar á að þessu sinni en hún klæddist bleiku buxnasetti með pífum. Hönnuðurinn er nemandi við Central Saint Martins listaháskólann í London, Peter Movrin. Þá var hún með grímu yfir andlitinu eftir aðstoðarmann sinn og listamanninn James Merry.
Það eru einfaldlega fáir sem komast með tærnar þar sem hún Björk hefur hælana.

