Manuela Ósk vill vernda keppendur fyrir háðsglósum á Twitter Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2017 11:04 Manuela Ósk segist ekki vilja stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir þá sem vilja slátra keppninni á Twitter. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45
Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06
Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00