Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2017 15:13 Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Vísir/EPA Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira