Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2017 15:13 Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Vísir/EPA Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira