Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Pétur Viðarsson tekur hér á móti boltanum á æfingu FH-inga á Kaplakrikavelli í vikunni. Leikmenn vita að það er mikið í húfi í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóvensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildargreiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upphæðir í boði fyrir þau lið sem komast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi gerbreyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu uppJón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/Stefán„Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til verulegur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tækifæri til að verja verulegum fjárhæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evrópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“Grafík/FréttablaðiðAllar tölur miða við upplýsingar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf út fyrir tímabilið 2016-17. Sjá upplýsingar um Meistaradeild Evrópu hér og Evrópudeild UEFA hér.Möguleikar FH í Evrópukeppnunum í ár:FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð- Fer ekki í riðlakeppni 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD (taplið): 51,5 m. kr. Umspilsumferð ED (taplið): 30 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 152,2 m. kr. FH tapar fyrir Maribor en vinnur næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD: 51,5 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 441,5 m. kr. FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (taplið): 368 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals 758 m. kr. FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð- Fer riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (sigurlið): 245 m. kr. Riðlakeppni MD: 1.557 m. kr.Samtals 1.841 m. kr. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóvensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildargreiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upphæðir í boði fyrir þau lið sem komast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi gerbreyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu uppJón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/Stefán„Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til verulegur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tækifæri til að verja verulegum fjárhæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evrópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“Grafík/FréttablaðiðAllar tölur miða við upplýsingar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf út fyrir tímabilið 2016-17. Sjá upplýsingar um Meistaradeild Evrópu hér og Evrópudeild UEFA hér.Möguleikar FH í Evrópukeppnunum í ár:FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð- Fer ekki í riðlakeppni 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD (taplið): 51,5 m. kr. Umspilsumferð ED (taplið): 30 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 152,2 m. kr. FH tapar fyrir Maribor en vinnur næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. 3. umferð forkeppni MD: 51,5 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals kr. 441,5 m. kr. FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð- Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (taplið): 368 m. kr. Riðlakeppni ED: 319 m. kr. Eingreiðsla til landsmeistara sem komust ekki í riðlakeppni MD: 32 m. kr.Samtals 758 m. kr. FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð- Fer riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2. umferð forkeppni MD: 39 m. kr. Umspilsumferð MD (sigurlið): 245 m. kr. Riðlakeppni MD: 1.557 m. kr.Samtals 1.841 m. kr.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 28. júlí 2017 22:30
Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00