Bergsveinn: Stærsti leikur sem ég hef spilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2017 15:30 Bergsveinn er lykilmaður í vörn Íslandsmeistara FH. vísir/stefán Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir FH en komist liðið áfram er það a.m.k. öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þá er fjárhagslegi ávinningurinn mikill. Bergsveinn kom til FH frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og spilaði sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra. En er leikurinn í kvöld sá stærsti sem hann hefur spilað á ferlinum? „Já, sennilega. Það er bara drullu gaman að spila svona leiki. Maður finnur fyrir smá pressu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi. FH tapaði fyrri leiknum í Slóveníu með einu marki gegn engu og Íslandsmeistaranna bíður því erfitt verkefni í kvöld. Bergsveinn hefur þó trú á því að FH-ingar geti sigrast á þessu öfluga Maribor-liði. „Ef við spilum varnarleikinn eins vel og við gerðum úti og þorum að halda boltanum betur eru okkur allir vegir færir. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ótrúlega gott lið sem við erum að mæta og við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði Bergsveinn. En hverjir eru veikleikar Slóvenanna? „Við getum nýtt okkur það að þeir eru svolítið góðir með sig og halda kannski að þeir séu að koma hingað og rúlla yfir okkur. Við getum kannski notað það að við séum „underdog“ og förum þ.a.l. við með minni pressu inn í leikinn. Flestir búast við að þeir taki þetta enda með ótrúlega gott lið,“ sagði Bergsveinn að lokum.Leikur FH og Maribor hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Bergsveinn heldur á lofti á æfingu FH-liðsins.vísir/stefán Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51 Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir FH en komist liðið áfram er það a.m.k. öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þá er fjárhagslegi ávinningurinn mikill. Bergsveinn kom til FH frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og spilaði sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra. En er leikurinn í kvöld sá stærsti sem hann hefur spilað á ferlinum? „Já, sennilega. Það er bara drullu gaman að spila svona leiki. Maður finnur fyrir smá pressu,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi. FH tapaði fyrri leiknum í Slóveníu með einu marki gegn engu og Íslandsmeistaranna bíður því erfitt verkefni í kvöld. Bergsveinn hefur þó trú á því að FH-ingar geti sigrast á þessu öfluga Maribor-liði. „Ef við spilum varnarleikinn eins vel og við gerðum úti og þorum að halda boltanum betur eru okkur allir vegir færir. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ótrúlega gott lið sem við erum að mæta og við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði Bergsveinn. En hverjir eru veikleikar Slóvenanna? „Við getum nýtt okkur það að þeir eru svolítið góðir með sig og halda kannski að þeir séu að koma hingað og rúlla yfir okkur. Við getum kannski notað það að við séum „underdog“ og förum þ.a.l. við með minni pressu inn í leikinn. Flestir búast við að þeir taki þetta enda með ótrúlega gott lið,“ sagði Bergsveinn að lokum.Leikur FH og Maribor hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.Bergsveinn heldur á lofti á æfingu FH-liðsins.vísir/stefán
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00 FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51 Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
Íslandsmeistararnir búnir að krækja í franskan varnarmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo. 31. júlí 2017 15:21
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00
Áttum okkur á því að þetta er risaleikur FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum. 1. ágúst 2017 06:00
FH fær króatískan kantmann Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann. 1. ágúst 2017 10:51
Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 2. ágúst 2017 14:00