Uniqlo selur föt úr sjálfsölum Ritstjórn skrifar 2. ágúst 2017 20:00 Glamour/skjáskot Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð? Mest lesið Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Látlaus og falleg sýning Chanel Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour
Alþjóðlega fatakeðjan Uniqlo hefur ákveðið að fara nýstárlegar leiðir í fatasölu en þeir ætla nú að koma fyrir 183 fatasjálfsölum víðs vegar um Bandaríkin. Sjálfsalarnir verða einna helst staðsettir á flugvöllum þar sem viðskiptavinir hafa lítinn tíma til að standa í röðum og máta. Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast. Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð?
Mest lesið Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Látlaus og falleg sýning Chanel Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour