Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Jökull Jörgensen, hjá Amadeus hársnyrtistofu, er einn fárra í stéttinni sem innheimtir sama gjald af konum og körlum. vísir/laufey „Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
„Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira