Fótbolti

Liverpool mætir Hoffenheim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Firmino mætir sínum gömlu félögum í Hoffenheim.
Roberto Firmino mætir sínum gömlu félögum í Hoffenheim. vísir/getty
Liverpool datt ekki beint í lukkupottinn þegar dregið var í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Liverpool dróst á móti Hoffenheim sem endaði í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagasins.

Mario Balotelli og félagar í Nice eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir mæta Napoli.

Celtic fer til Kasakstan og mætir Astana og FH-banarnir í Maribor mæta ísraelsku meisturunum í Hapoel Be'er Sheva.

Leikið verður heima og að heiman. Leikirnir fara fram 15. og 16. ágúst og svo 22. og 23. ágúst.

Þessi lið mætast í umspili Meistaradeildarinnar:

Hoffenheim - Liverpool

Istanbul Basaksehir - Sevilla

Young Boys - CSKA Moskva

Napoli - Nice

Sporting - Steaua Búkarest

Qarabag - FC Köbenhavn

APOEL - Slavia Prag

Olympiacos - Rijeka

Celtic - Astana

Hapoel Be'er Sheva - Maribor




Fleiri fréttir

Sjá meira


×