„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri í miklu stuði í búðunum. Kári G. Schram John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515 Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38