Fótbolti

Höskuldur skoraði eftir átta mínútur í fyrsta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Höskuldur í leik með Breiðabliki.
Höskuldur í leik með Breiðabliki. vísir/anton
Höskuldur Gunnlaugsson hoppaði beint í byrjunarlið Halmstad í Svíþjóð og þakkaði fyrir það með því að skora eftir aðeins átta mínútur í sínum fyrsta leik með nýjufélagi. Halmstad er nú að leika gegn Jönköping.

Höskuldur var nokkuð óvænt seldur til Halmstad frá Breiðabliki fáeinum dögum eftir að hann lagði upp öll fjögur mörk sinna manna í 4-2 sigri á KA í Pepsi-deild karla.

Þetta var þó ekki fyrsta mark Halmstad í leiknum í dag en Andreas Bengtsson kom liðinu yfir á fimmtu mínútu. Þegar þetta er skrifað er staðan 5-0 í leiknum fyrir Halmstad.

Halmstad er í næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og því útlit fyrir kærkominn sigur, aðeins þann þriðja á tímabilinu.

Uppfært: Halmstad vann leikinn, 6-1. Höskuldur spilaði allan leikinn fyrir Hlamstad sem er með þrettán stig í næstneðsta sæti sænsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×