Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Randers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers. vísir/daníel
Randers tapaði í dag þriðja leiknum í röð í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mátti sætta sig við tap gegn Hobro á útivelli, 2-0.

Hannes Þór Halldórsson lék allan leikinn í marki Randers sem er á botni deildarinnar í Danmörku með eitt stig að loknum fjórum leikjum.

Hobro er í þriðja sæti deildarinar með sjö stig en Horsens og Nordsjælland deila toppsætinu með níu stig hvort.

Í Noregi spilaði Matthías Vilhjálmsson allan leikinn á miðjunni hjá Rosenborg sem vann Kristiansund, 4-1. Nicklas Bendtner átti góðan leik í sókninni hjá Rosenborg en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar.

Rosenborg er á toppi deildarinnar í Noregi með 38 stig, átta stigum meira en Sarpsborg og tíu meira en Molde.

Þá fóru fram tveir leikir í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Halmstad vann 6-1 stórsigur á Jönköping þar sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði í frumraun sinni með liðinu, eins og greint var frá fyrr í dag.

Í hinum leik dagsins skildu Örebro og Elfsborg jöfn, 2-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×