Á myndinni stendur Duff á sundbolnum með son sinn í fanginu á ströndinni og skrifar undir að þessi myndbirting sé fyrir „allar ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri.“
Þar segir hún að sum tímarit elski að birta myndir af fræga fólkinu í litlum klæðum og benda á gallana þeirra. „Og hér eru mínir. Líkaminn minn hefur gefið mér bestu gjöf lífsins. Lucas sem er fimm ára. Ég verð 30 ára í september, líkaminn minn er hraustur og kemur mér þangað sem ég vil fara.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Duff notar Instagram til að koma skoðunum sínum á framfæri Hún var gagnrýnd fyrir nokkru síðan er hún kyssti son sinn á munninn í Disneyland fyrir myndatöku og lét hún þá einmitt heyra það í gegnum samfélagsmiðilinn.
Áfram Hillary Duff - hressandi!