Petrea I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Gló. Gló rekur nú fjóra veitingastaði og verslun í Fákafeni, Engjateig, Laugavegi og Hæðasmára auk þess að bjóða upp á fyrirtækjaþjónustu og þjónustu til einstaklinga.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hlutverk Petreu verði að annast daglegan rekstur Gló á Íslandi en áhersla verður lögð á að sækja aukin vöxt og auka arðsemi félagsins.
Petrea hefur lengst af starfað á sviði fjarskipta- og afþreyingar en hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Tals, framkvæmdastjóri hjá Símanum, 365 og Skjánum.
Petrea er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún situr í stjórn Icepharma, Gámaþjónustunnar og er stjórnarformaður Símafélagsins.
Gló er í meirihlutaeigu Eyju fjárfestingafélags, og eru eigendur þess Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttirr, auk þess er félagið í eigu hjónanna Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundsson.
Petrea I. Guðmundsdóttir nýr framkvæmdastjóri Gló
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Forstjóri X hættir óvænt
Viðskipti erlent

Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum
Viðskipti innlent

„Ávísun á ánægjuleg viðskipti“
Samstarf

Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Engin U-beygja hjá Play
Viðskipti innlent