Sigurmark Matthíasar Vilhjálmssonar gegn Jerv tryggði Rosenborg sæti í 8-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta.
Jerv, sem leikur í B-deildinni, komst yfir á 11. mínútu en Milan Jevtovic jafnaði metin á 33. mínútu.
Eftir klukkutíma leik skoraði Matthías svo sigurmark Rosenborg og sá til þess að liðið á möguleika á að verða bikarmeistari þriðja árið í röð.
Matthías hefur verið algjörlega sjóðheitur í bikarkeppninni á þessu tímabili og skorað í öllum fjórum leikjum Rosenborg, alls átta mörk.
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði annað mark Molde í 0-2 útisigri á Haugesund.
Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Tromsö sem laut í lægra haldi fyrir Lilleström, 1-0, á útivelli.
Matthías áfram óstöðvandi í bikarkeppninni | Með átta mörk í fjórum leikjum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti