Arsenal tapaði 2-1 fyrir Sevilla í Emirates-bikarnum í dag, en eins og nafnið gefur til að kynna fer mótið fram á Emirates-leikvanginum í Lundúnum.
Staðan var markalaus í hálfleik, en Joaquin Correa kom Sevilla yfir á 49. mínútu. Leikmenn Arsenal héldu að Correa væri rangstæður, en svo var ekki.
Alexandre Lacazette jafnaði metin á 62. mínútu þegar hann stangaði boltann í netið úr frákasti, en Steven N'Zonzi tryggði Sevilla sigurinn á 69. mínútu með hnitmiðuðu skoti. Lokatölur 2-1.
Arsenal vann 5-2 sigur á Benfica í gær, en Sevilla vann 1-0 sigur á Leipzig. Leipzig vann svo 2-0 sigur á Benfica í fyrri leik dagsins og endar því Arsenal uppi sem sigurvegari með þrjú stig og flest mörk skoruð.
Lacazette skoraði, Arsenal tapaði en vann samt mótið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn