Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska.
Ólafía Þórunn spilaði vel á opna skoska í dag og sá árangur varð til þess að Ólafía tryggði sér sæti á opna breska sem fer fram um næstu helgi.
„Ég spilaði mjög vel. Ég var að pútta mjög vel fyrstu þrjá dagana, en í dag sveik pútterinn mig aðeins," sagði Ólafía í samtali við fjölmiðlafulltrúa LPGA mótaraðarinnar eftir fjórða hringinn á opna skoska í dag.
Aðspurð út í það hversu frábært sé að vera komin inn á opna breska eins og Vísir greindi frá í dag svaraði Ólafía:
Það er frábært og gefur mér sjálfstraust fyrir næstu viku," sagði Ólafía.
„Því verri sem verri aðstæðurnar eru því betri fyrir mig. Ég hef alltaf verið góð í miklum vindi og rigningu og það er ekkert mál fyrir mig."
