Maður féll í Gullfoss: Lögregla segist geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 08:16 Mikill viðbúnaður var við Gullfoss í gærkvöldi. vísir/magnús hlynur Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40