Opna breska meistaramótið í golfi hófst í morgun og Norður-Írinn Rory McIlroy er að sjálfsögðu meðal keppenda.
Hann er í fjórða sæti á heimslistanum en hefur misst flugið upp á síðkastið. Aðeins komist í gegnum niðurskurðinn einu sinni á síðustu fjórum mótum.
„Ég er samt jafn metnaðarfullur og ég hef alltaf verið. Á endanum verð ég dæmdur á risatitlunum mónum og hvernig ég stend mig í stærstu mótunum,“ segir Rory.
„Ég hef unnið fjögur risamót á fyrstu tíu árum mínum sem atvinnumaður og ég tel mig geta gert betur á næstu tíu. Ég er að nálgast toppinn á mínum ferli og ég mun eiga mörg tækifæri á næstu tólf árum.“
McIlroy er 28 ára og vann síðast risamót árið 2014.
Útsending frá Opna breska er hafin á Golfstöðinni.
