Guðbjörg: Finnst eins og Sviss sé búið að toppa Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 12:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir spjallar við fréttamenn fyrir æfingu landsliðsins í dag. vísir/tom „Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
„Að sjálfsögðu er ég byrjuð að undirbúa mig,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, en stelpurnar okkar mæta sterku liði Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn. „Það er langt síðan undirbúningur hófst en maður er svo einfaldur sem leikmaður að allur fókus var bara settur á Frakkland. Ég fékk svo klippur frá Óla markvarðaþjálfara í gær um Sviss og er nú að undirbúa mig fyrir það.“ Svissneska liðið var það fyrsta sem stelpurnar mættu undir stjórn Freys Alexanderssonar en sá leikur fór illa. Sviss vann 2-0 sem var síst of stór sigur og þegar liðin mættust aftur í undankeppni HM 2015 kom annar svissneskur sigur. „Við eigum möguleika í öllum fótboltaleikjum. Við mættum geggjuðu liði Frakklands í fyrradag en sýndum að við gáum fengið stig,“ segir Guðbjörg. „Sviss er búið að vera á geggjaðri uppleið síðustu ár en mér finnst líta út eins og þær séu búnar að toppa. Síðustu leikir hafa ekkert verið frábærir hjá þeim. Við höfum séð ákveðna veikleika í þeirra liði sem við verðum að reyna að nýta okkur.“ Sviss er með frábært skyndisóknarlið þannig íslensku stelpurnar verða að passa sig með boltann þegar þær færa sig framar á völlinn. „Við lærðum af síðustu leikjum á móti þeim. Við vorum að fá á okkur mörk þegar við vorum ekki með skipulagðan varnarleik. Nánast öll mörin sem þær skora eru úr skyndisóknum. Þetta er eitt besta skyndisóknarlið í heimi,“ segir markvörðurinn. „Það er samt ekki sama flæði í spilinu hjá þeim þegar við verjumst allar fyrir aftan boltann. Við þurfum síðan að passa vel upp á boltann þegar við færum okkur framar og ljúka sóknum með skoti.“ Margir fjölskyldumeðlimir Guðbjargar eru mættir til Hollands til að fylgjast með sinni konu og stelpunum okkar. Stuðningurinn er mikilvægur. „Bæði nánasta fjölskylda mín og stórfjölskyldan eru mætt sem og vinir og kunningjar. Þannig er það hjá flestum leikmönnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru með okkur og hvað það er mikil stemning í stúkunni,“ segir Guðbjörg. „Eins og síðustu fimm mínúturnar þegar við vorum búnar meira að segja að fá á okkur mark var allt vitlaust. Það gefur manni ótrúlega mikið adrenalín. Maður heldur kannski að maður sé þreyttur en svo heyrir maður svona lætir og það gefur manni mörg prósent extra,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30 Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00 Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00 Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Hún þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir, segir Gunnhildur Yrsa. 20. júlí 2017 11:30
Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum. 20. júlí 2017 08:00
Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. 20. júlí 2017 10:00
Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. 20. júlí 2017 06:00