Fótbolti

Fanndís lét forsetann heyra það fyrir að mæta of seint

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Guðni Th. Jóhannesson fer yfir málin með Fanndísi Friðriksdóttur.
Guðni Th. Jóhannesson fer yfir málin með Fanndísi Friðriksdóttur. mynd/ksí
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti stelpurnar okkar á hótelið þeirra í Ermelo í gær en Guðni er hér með alla fjölskylduna og ætlar að sjá alla leiki íslenska liðsins á EM.

Eins og sást í myndasyrpu frá heimsókninni var greinilega mikið hlegið en Vísir vildi vita hvort forsetinn væri svona svakalega fyndinn. Þá kom í ljós að Fanndís Friðriksdóttir reyndi að skamma hann fyrir að mæta of seint.

„Það var einhver brandari um að hann hefði mætt aðeins of seint kallinn. Fanndís lét Guðna aðeins heyra það en hann svaraði á mjög fyndinn hátt þannig Fanndís gat ekkert svarað honum aftur,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í gær.

Guðni var að sjálfsögðu á leiknum í Tilburg á þriðjudagskvöldið þar sem stelpurnar okkar töpuðu fyrir Frakklandi, 1-0. Eins og áður sat hann á meðal almennra stuðningsmanna í stúkunni og tók vel undir í Víkingaklappinu. Það sást vel í sjónvarpinu.

Stelpurnar mæta næst Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á laugardaginn og þar verður forsetinn mættur eins og nokkur þúsund Íslendingar.

Viðtal við Guðbjörgu má sá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.


Tengdar fréttir

Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir segir það ekki hafa verið planað að mæta með fimm mánaða son sinn í viðtöl eftir tapið gegn Frökkum.

Sara Björk stendur nú ein eftir

Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×