Útlendingastofnun bætir Georgíu og Kósóvó við á lista yfir örugg ríki Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2017 10:38 Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Vísir/Stefán Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52
Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23