Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2017 13:48 Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. vísir/Stefán Niðurstöður skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Food Control Consultants vann fyrir Félag atvinnurekenda (FA) leiða í ljós að ekki séu haldbær rök fyrir því að innflutningur á vörum úr ógerilsneyddri mjólk, ferskum eggjum og fersku kjöti muni hafa slæm áhrif á heilsu manna og dýra. Þá segir í skýrslunni að svo virðist sem að ekki sé heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfþolinna baktería. Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. Að því er fram kemur í tilkynningu FA vegna skýrslu Food Control Consultants brjóta þessi bönn gegn EES-samningnum að mati Eftirlitsstofnunar EFTA og byggja ekki á vísindalegum rökum.Skoðuðu sérstaklega stöðuna í Noregi „EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur hafa komist að þeirri niðurstöðu að bann við innflutningi á fersku kjöti fari í bága við EES-samninginn. Mál ESA gegn íslenska ríkinu vegna innflutningsbanns á kjöti annars vegar og eggjum og mjólkurvörum úr ógerilsneyddri mjólk hins vegar hafa verið sameinuð hjá EFTA-dómstólnum. Málflutningur verður í haust og má vænta dóms öðru hvoru megin við áramót. Niðurstöðu Hæstaréttar í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu vegna banns við innflutningi á fersku kjöti má vænta á svipuðum tíma. Höfundar skýrslunnar skoðuðu sérstaklega stöðuna í Noregi, en þar hefur ferskt kjöt, egg og mjólkurvörur úr ógerilsneyddri mjólk verið flutt inn um árabil í samræmi við reglur EES. Niðurstaðan er að frjálst flæði þessara vara hafi hvorki haft áhrif á lýðheilsu né dýraheilbrigði í Noregi,“ segir í tilkynningu FA.Huga þarf sérstaklega að frárennslismálum til að fyrirbyggja sýklalyfjaóþol Þá benda höfundar skýrslunnar á að ástæða sé til að huga vel að frárennslismálum svo að fyrirbyggja megi sýklalyfjaóþol hjá fólki en í umræðum um innflutning á kjöti hefur verið rætt um að önnur ríki EES noti meira af sýklalyfjum í landbúnaði en Ísland. Innflutningur á landbúnaðarvörum geti því aukið þol gegn sýklalyfjum hjá fólki en skýrsluhöfundar, þeir Ólafur Oddgeirsson og Ólafur Valsson, vísa til nýlegra rannsókna í Hollandi og Danmörku en þær benda til þess að lítið samhengi sé á milli lyfjaþolinna baktería í fólki og þeirra sem finnast í matvælum. „Höfundar benda á að ástæða sé til að huga vel að frárennslismálum til að fyrirbyggja sýklalyfjaóþol hjá fólki. Skólp og frárennsli séu einn helsti skaðvaldurinn hvað varðar bakteríumengun í umhverfinu, en í ljós hafi komið að frárennslismál séu víða í ólestri á Íslandi. Enn ríkari ástæða sé til að huga vel að frárennslismálum þar sem gífurleg aukning hafi orðið í fjölda fólks á landinu vegna ferðamannastraums,“ segir í tilkynningu FA.Skýrsluna má kynnast sér nánar hér. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sjá meira
Niðurstöður skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Food Control Consultants vann fyrir Félag atvinnurekenda (FA) leiða í ljós að ekki séu haldbær rök fyrir því að innflutningur á vörum úr ógerilsneyddri mjólk, ferskum eggjum og fersku kjöti muni hafa slæm áhrif á heilsu manna og dýra. Þá segir í skýrslunni að svo virðist sem að ekki sé heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfþolinna baktería. Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. Að því er fram kemur í tilkynningu FA vegna skýrslu Food Control Consultants brjóta þessi bönn gegn EES-samningnum að mati Eftirlitsstofnunar EFTA og byggja ekki á vísindalegum rökum.Skoðuðu sérstaklega stöðuna í Noregi „EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur hafa komist að þeirri niðurstöðu að bann við innflutningi á fersku kjöti fari í bága við EES-samninginn. Mál ESA gegn íslenska ríkinu vegna innflutningsbanns á kjöti annars vegar og eggjum og mjólkurvörum úr ógerilsneyddri mjólk hins vegar hafa verið sameinuð hjá EFTA-dómstólnum. Málflutningur verður í haust og má vænta dóms öðru hvoru megin við áramót. Niðurstöðu Hæstaréttar í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu vegna banns við innflutningi á fersku kjöti má vænta á svipuðum tíma. Höfundar skýrslunnar skoðuðu sérstaklega stöðuna í Noregi, en þar hefur ferskt kjöt, egg og mjólkurvörur úr ógerilsneyddri mjólk verið flutt inn um árabil í samræmi við reglur EES. Niðurstaðan er að frjálst flæði þessara vara hafi hvorki haft áhrif á lýðheilsu né dýraheilbrigði í Noregi,“ segir í tilkynningu FA.Huga þarf sérstaklega að frárennslismálum til að fyrirbyggja sýklalyfjaóþol Þá benda höfundar skýrslunnar á að ástæða sé til að huga vel að frárennslismálum svo að fyrirbyggja megi sýklalyfjaóþol hjá fólki en í umræðum um innflutning á kjöti hefur verið rætt um að önnur ríki EES noti meira af sýklalyfjum í landbúnaði en Ísland. Innflutningur á landbúnaðarvörum geti því aukið þol gegn sýklalyfjum hjá fólki en skýrsluhöfundar, þeir Ólafur Oddgeirsson og Ólafur Valsson, vísa til nýlegra rannsókna í Hollandi og Danmörku en þær benda til þess að lítið samhengi sé á milli lyfjaþolinna baktería í fólki og þeirra sem finnast í matvælum. „Höfundar benda á að ástæða sé til að huga vel að frárennslismálum til að fyrirbyggja sýklalyfjaóþol hjá fólki. Skólp og frárennsli séu einn helsti skaðvaldurinn hvað varðar bakteríumengun í umhverfinu, en í ljós hafi komið að frárennslismál séu víða í ólestri á Íslandi. Enn ríkari ástæða sé til að huga vel að frárennslismálum þar sem gífurleg aukning hafi orðið í fjölda fólks á landinu vegna ferðamannastraums,“ segir í tilkynningu FA.Skýrsluna má kynnast sér nánar hér.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sjá meira