Leit við Gullfoss: Rannsaka málið sem slys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2017 17:01 Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum. vísir/magnús hlynur Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48