Ýmis eiturefni ástæða fiskadauðans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2017 19:26 Sterk eiturefni eru talin ástæða þess að fiskurinn drapst. Mynd/Egill Talið er að eiturefni hafi borist í Varmá um regnvatnslagnir sem taka ofanvatn eða regnvatn í niðurföllum á götum og lóðum. Líklegustu efnin eru skordýraeitur, plöntueitur, sveppaeitur, klór, ammoníak og sterk þvottaefni, að því er segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Eftirlitið hefur undanfarna daga reynt að finna út uppsprettu mengunar í Varmá, en hún varð til þess að fiskar í ánni drápust.Í tilkynningunni segir að í einhverjum tilvikum geti niðurföll í bílskúrum og heitir pottar verið tengdir inn á regnvatnskerfið og efni þaðan borist í Varmá. Þá geti ammoníak meðal annars komið við útskolun á skítahaugum og rotþróm. Mengunin hafi mögulega komið frá svæðinu beggja vegna Varmár sunnan Reykjalundarvegar að Skammadalsvegi. Heilbrigðiseftirlitið biður þá sem mögulega kunna að hafa upplýsingar um mengunarvald í Varmá frá 13. til 14. júlí að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið. Mikilvægt sé að finna orsök fiskadauðans svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona atburður endurtaki sig. „Þá biður Heilbrigðiseftirlitið íbúa Mosfellsbæjar almennt um að gæta að því að niðurföll í götum og á plönum utan við hús og í sumum tilfellum í bílskúrum og frá heitum pottar eru tengd við regnvatnskerfið. Öll mengandi efni sem notuð eru og lenda ofan í þessum niðurföllum geta endað í viðkvæmum viðtökum og valdið tjóni á lífríkinu eins og dæmin sanna. Ef tjöruhreinsa á bíla ætti að gera það á þvottastöðvum eða á bensínstöðvum, ekki við heimahús,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Mengunarvaldurinn þyrfti að stíga fram Enn ekki vitað hvað drap fiskinn í Varmá. 19. júlí 2017 12:43 Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Talið er að eiturefni hafi borist í Varmá um regnvatnslagnir sem taka ofanvatn eða regnvatn í niðurföllum á götum og lóðum. Líklegustu efnin eru skordýraeitur, plöntueitur, sveppaeitur, klór, ammoníak og sterk þvottaefni, að því er segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Eftirlitið hefur undanfarna daga reynt að finna út uppsprettu mengunar í Varmá, en hún varð til þess að fiskar í ánni drápust.Í tilkynningunni segir að í einhverjum tilvikum geti niðurföll í bílskúrum og heitir pottar verið tengdir inn á regnvatnskerfið og efni þaðan borist í Varmá. Þá geti ammoníak meðal annars komið við útskolun á skítahaugum og rotþróm. Mengunin hafi mögulega komið frá svæðinu beggja vegna Varmár sunnan Reykjalundarvegar að Skammadalsvegi. Heilbrigðiseftirlitið biður þá sem mögulega kunna að hafa upplýsingar um mengunarvald í Varmá frá 13. til 14. júlí að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið. Mikilvægt sé að finna orsök fiskadauðans svo hægt sé að koma í veg fyrir að svona atburður endurtaki sig. „Þá biður Heilbrigðiseftirlitið íbúa Mosfellsbæjar almennt um að gæta að því að niðurföll í götum og á plönum utan við hús og í sumum tilfellum í bílskúrum og frá heitum pottar eru tengd við regnvatnskerfið. Öll mengandi efni sem notuð eru og lenda ofan í þessum niðurföllum geta endað í viðkvæmum viðtökum og valdið tjóni á lífríkinu eins og dæmin sanna. Ef tjöruhreinsa á bíla ætti að gera það á þvottastöðvum eða á bensínstöðvum, ekki við heimahús,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Mengunarvaldurinn þyrfti að stíga fram Enn ekki vitað hvað drap fiskinn í Varmá. 19. júlí 2017 12:43 Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30