EM bara Símamótið á sterum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2017 08:00 Elín Þórðardóttir með dóttur sinni Öglu Maríu Albertsdóttur á EM karla í fyrra. Nú er stelpan sjálf að keppa á EM. Mynd úr einkasafni Foreldrar Öglu Maríu Albertsdóttur, Elín Þórðardóttir og Albert Jónsson, eru sannkallaðir fótboltaforeldrar. Sonurinn Aron Þórður spilar með Þrótti og Agla María varð Íslandsmeistari í fyrrasumar með Stjörnunni. Sól hennar hefur skinið skært síðan. „Pabbi þeirra spilaði fótbolta en krakkarnir eru svo sem búnir að prófa margar íþróttir,“ segir Elín. Hefst þá upptalningin. Fimleikar, karate, taekwondo, körfubolti og badminton koma strax upp í hugann og eflaust voru íþróttirnar fleiri að sögn Elínar. Sjálf er hún með svarta beltið í jiu-jitsu en nokkuð er síðan hún lagði beltið á hilluna. „Við lögðum áherslu á að þau myndu prufa margar íþróttir og velja svo sjálf. Ekki að þeim yrði beint í ákveðna átt,“ segir Elín. Mikilvægt sé að börn finni sjálf sína íþrótt og svo sé bara foreldranna að styðja við bakið á þeim. Eftir að fótbolti varð fyrir valinu hefur lífið á heimilinu snúist um þá ágætu íþrótt. „Skemmtun vikunnar er tveir til þrír leikir. Núna á hliðarlínunni og svo á æfingum þegar þau voru yngri. Það er mikilvægt að styðja við þau og hjálpa þeim að ná árangri.“Aron Þórður og Agla María í fjölskylduferðinni á EM í Frakklandi í fyrrasumar.Albert Þórður hefur bæði spilað með Fram, eins og pabbi hans gerði á sínum tíma, og HK en undanfarin ár með Þrótti í tveimur efstu deildunum. Hann á að baki leiki með yngri landsliðum. „Hann er mjög góður í fótbolta. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Elín og hefur mikla trú á syni sínum sem er nýorðinn 21 árs. Hann spilaði fyrsta leikinn sinn í efstu deild með Fram aðeins sextán ára. Systkinin Aron og Agla María ná vel saman að sögn móðurinnar. „Þau eru góðir vinir og styðja hvort annað.“ Agla verður átján ára í ágúst og móðirin segir hlutina hafa gerst mjög hratt undanfarið. Sjálf hefur Agla María sagst ekki hafa leitt hugann að því um áramótin að hún færi á EM. „Við höfum vitað það mjög lengi að hún hefði mikla hæfileika en bara spurning hvenær hún myndi springa út,“ segir Elín. Það hafi byrjað að koma í ljós fyrir alvöru með Stjörnunni í fyrra og svo enn frekar í sumar. „Svo á hún enn eftir að vaxa,“ segir Elín og minnir á aldurinn. Sautján ára. Til samanburðar var Sara Björk Gunnarsdóttir átján ára þegar hún fór á EM í Finnlandi árið 2009, sem þótti ungt. „Við reynum að vera bara róleg yfir þessu öllu saman og höldum okkur niðri á jörðinni.“ Telja má líklegt að Agla María verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Sviss á morgun. Ekki var að sjá meira stress á henni en öðrum leikmönnum Íslands í leiknum gegn Frakklandi. „Hún er mjög einbeitt þegar hún fer í verkefni, hvort sem það eru fótboltaleikir eða námið. Þetta er bara Símamót á sterum,“ segir Elín og vísar til móts Breiðabliks ár hvert fyrir ungar stúlkur. „Þegar þú ert lítil þá finnst þér það rosastórt og þegar þú verður eldri þá er EM náttúrulega mjög stórt.“Agla María Albertsdóttir í leiknum á móti Frökkum.Vísir/GettyEkki varð ljóst hvort Agla María yrði í landsliðshópnum fyrr en hann var kynntur þann 22. júní. Foreldrarnir voru þó búnir að kaupa sér farseðil til Hollands. Dóttirin var svo valin og allir í skýjunum. „Við pöntuðum far en erum svo sem vön því að breyta farmiðum, það fer oft eftir leikjum og æfingum. En það er gaman að fylgja kvennalandsliðinu eftir eins og karlalandsliðinu,“ segir Elín. Hún vísar til þess að fjölskyldan fór saman á EM í Frakklandi í fyrra og skemmti sér vel. Nú eru þau í Hollandi og láta vel af dvölinni. Elín og Albert sáu Frakkaleikinn og von er á Aroni stóra bróður á morgun. Hann spilar með Þrótti gegn ÍR í 1. deildinni í kvöld. Elín er dugleg að minna fólk á það að Agla María vilji láta kalla sig báðum nöfnum, ekki aðeins því fyrra. Blaðamenn hafa fengið tölvupósta þegar þeir hafa gert þau mistök. Elín hlær aðspurð um þetta. „Hún hefur viljað láta kalla sig báðum nöfnum frá því hún var ung,“ segir Elín. Agla María breytti meira að segja nafninu sínu á Facebook úr Agla María í AglaMaría til að ítreka þá ósk sína. Elín og Albert voru í stuttri heimsókn hjá Öglu Maríu þegar blaðamaður heyrði í henni í gær en landsliðsmenn hafa nokkuð frjálsan tíma um miðjan dag, dagana á milli leikja, til að hitta fjölskyldur sínar. Fólkið sem hefur stutt við bakið á þeim og gerir enn í Hollandi. „Allir foreldrar þurfa að styðja börnin sín vel, gera það sem þarf til að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum og draumum.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.Fjölskyldan á ferðalagi í Frakklandi. EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Agla María: Allir með fókusinn á næsta leik Agla María Albertsdóttir var ein af þremur nýliðum í íslenska landsliðinu sem byrjaði leikinn gegn Frökkum í kvöld. Ísland tapaði 1-0 í þessum fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 22:36 Freyr búinn að tilkynna byrjunarliðið: Dagný byrjar frammi og þrír nýliðar í liðinu Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í C-riðli EM 2017. Leikurinn fer fram á heimavelli Willem II í Tilburg. 18. júlí 2017 17:30 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Foreldrar Öglu Maríu Albertsdóttur, Elín Þórðardóttir og Albert Jónsson, eru sannkallaðir fótboltaforeldrar. Sonurinn Aron Þórður spilar með Þrótti og Agla María varð Íslandsmeistari í fyrrasumar með Stjörnunni. Sól hennar hefur skinið skært síðan. „Pabbi þeirra spilaði fótbolta en krakkarnir eru svo sem búnir að prófa margar íþróttir,“ segir Elín. Hefst þá upptalningin. Fimleikar, karate, taekwondo, körfubolti og badminton koma strax upp í hugann og eflaust voru íþróttirnar fleiri að sögn Elínar. Sjálf er hún með svarta beltið í jiu-jitsu en nokkuð er síðan hún lagði beltið á hilluna. „Við lögðum áherslu á að þau myndu prufa margar íþróttir og velja svo sjálf. Ekki að þeim yrði beint í ákveðna átt,“ segir Elín. Mikilvægt sé að börn finni sjálf sína íþrótt og svo sé bara foreldranna að styðja við bakið á þeim. Eftir að fótbolti varð fyrir valinu hefur lífið á heimilinu snúist um þá ágætu íþrótt. „Skemmtun vikunnar er tveir til þrír leikir. Núna á hliðarlínunni og svo á æfingum þegar þau voru yngri. Það er mikilvægt að styðja við þau og hjálpa þeim að ná árangri.“Aron Þórður og Agla María í fjölskylduferðinni á EM í Frakklandi í fyrrasumar.Albert Þórður hefur bæði spilað með Fram, eins og pabbi hans gerði á sínum tíma, og HK en undanfarin ár með Þrótti í tveimur efstu deildunum. Hann á að baki leiki með yngri landsliðum. „Hann er mjög góður í fótbolta. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Elín og hefur mikla trú á syni sínum sem er nýorðinn 21 árs. Hann spilaði fyrsta leikinn sinn í efstu deild með Fram aðeins sextán ára. Systkinin Aron og Agla María ná vel saman að sögn móðurinnar. „Þau eru góðir vinir og styðja hvort annað.“ Agla verður átján ára í ágúst og móðirin segir hlutina hafa gerst mjög hratt undanfarið. Sjálf hefur Agla María sagst ekki hafa leitt hugann að því um áramótin að hún færi á EM. „Við höfum vitað það mjög lengi að hún hefði mikla hæfileika en bara spurning hvenær hún myndi springa út,“ segir Elín. Það hafi byrjað að koma í ljós fyrir alvöru með Stjörnunni í fyrra og svo enn frekar í sumar. „Svo á hún enn eftir að vaxa,“ segir Elín og minnir á aldurinn. Sautján ára. Til samanburðar var Sara Björk Gunnarsdóttir átján ára þegar hún fór á EM í Finnlandi árið 2009, sem þótti ungt. „Við reynum að vera bara róleg yfir þessu öllu saman og höldum okkur niðri á jörðinni.“ Telja má líklegt að Agla María verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Sviss á morgun. Ekki var að sjá meira stress á henni en öðrum leikmönnum Íslands í leiknum gegn Frakklandi. „Hún er mjög einbeitt þegar hún fer í verkefni, hvort sem það eru fótboltaleikir eða námið. Þetta er bara Símamót á sterum,“ segir Elín og vísar til móts Breiðabliks ár hvert fyrir ungar stúlkur. „Þegar þú ert lítil þá finnst þér það rosastórt og þegar þú verður eldri þá er EM náttúrulega mjög stórt.“Agla María Albertsdóttir í leiknum á móti Frökkum.Vísir/GettyEkki varð ljóst hvort Agla María yrði í landsliðshópnum fyrr en hann var kynntur þann 22. júní. Foreldrarnir voru þó búnir að kaupa sér farseðil til Hollands. Dóttirin var svo valin og allir í skýjunum. „Við pöntuðum far en erum svo sem vön því að breyta farmiðum, það fer oft eftir leikjum og æfingum. En það er gaman að fylgja kvennalandsliðinu eftir eins og karlalandsliðinu,“ segir Elín. Hún vísar til þess að fjölskyldan fór saman á EM í Frakklandi í fyrra og skemmti sér vel. Nú eru þau í Hollandi og láta vel af dvölinni. Elín og Albert sáu Frakkaleikinn og von er á Aroni stóra bróður á morgun. Hann spilar með Þrótti gegn ÍR í 1. deildinni í kvöld. Elín er dugleg að minna fólk á það að Agla María vilji láta kalla sig báðum nöfnum, ekki aðeins því fyrra. Blaðamenn hafa fengið tölvupósta þegar þeir hafa gert þau mistök. Elín hlær aðspurð um þetta. „Hún hefur viljað láta kalla sig báðum nöfnum frá því hún var ung,“ segir Elín. Agla María breytti meira að segja nafninu sínu á Facebook úr Agla María í AglaMaría til að ítreka þá ósk sína. Elín og Albert voru í stuttri heimsókn hjá Öglu Maríu þegar blaðamaður heyrði í henni í gær en landsliðsmenn hafa nokkuð frjálsan tíma um miðjan dag, dagana á milli leikja, til að hitta fjölskyldur sínar. Fólkið sem hefur stutt við bakið á þeim og gerir enn í Hollandi. „Allir foreldrar þurfa að styðja börnin sín vel, gera það sem þarf til að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum og draumum.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.Fjölskyldan á ferðalagi í Frakklandi.
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Agla María: Allir með fókusinn á næsta leik Agla María Albertsdóttir var ein af þremur nýliðum í íslenska landsliðinu sem byrjaði leikinn gegn Frökkum í kvöld. Ísland tapaði 1-0 í þessum fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 22:36 Freyr búinn að tilkynna byrjunarliðið: Dagný byrjar frammi og þrír nýliðar í liðinu Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í C-riðli EM 2017. Leikurinn fer fram á heimavelli Willem II í Tilburg. 18. júlí 2017 17:30 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30
Agla María: Allir með fókusinn á næsta leik Agla María Albertsdóttir var ein af þremur nýliðum í íslenska landsliðinu sem byrjaði leikinn gegn Frökkum í kvöld. Ísland tapaði 1-0 í þessum fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 18. júlí 2017 22:36
Freyr búinn að tilkynna byrjunarliðið: Dagný byrjar frammi og þrír nýliðar í liðinu Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í C-riðli EM 2017. Leikurinn fer fram á heimavelli Willem II í Tilburg. 18. júlí 2017 17:30