Dýrtíð í Reykjavík: „Jemundur minn almáttugur það á að rýja mann inn að skinni“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2017 10:24 Guðríður bauð sonum sínum tveimur á kaffihús í Skeifunni en saup hveljur þegar reikningurinn kom. Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka. Neytendur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka.
Neytendur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira