Passalaus Sif kom ráðvilltum íslenskum blaðamanni til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 13:44 Freyr, Sif og Glódís hlæja með Elvari Geir sem þakkaði vel fyrir sig. Vísir/Kolbeinn Tumi Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira