Orð og athafnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lék óvenju djarfan leik með grein sinni hér í blaðinu í vikunni, sem bar yfirskriftina „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ Í greininni færir Benedikt rök fyrir því að Íslendingar eigi að skipta út krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Þar á Benedikt augljóslega við evruna. Rök Benedikts eru þekkt og sannfærandi. Krónan er vegna smæðar hagkerfisins óútreiknanlegur gjaldmiðill, og ekki til þess fallinn að tryggja stöðugleika. Hann bendir á að krónan ógni nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Við blasi að fyrirtæki í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem oftar en ekki eru með tekjur í erlendri mynt, eigi nú erfiða tíma. Þetta er gömul saga og ný. Hér áður fyrr var þetta vandamál leyst með pantaðri gengisfellingu þegar sjávarútvegurinn fór að finna fyrir styrkingu krónunnar. Sá tími virðist liðinn. Grein fjármálaráðherra bendir til þess að hann vilji eindregið berjast fyrir endanlegri lausn, það er nýjum, traustum gjaldmiðil, eða beintengingu krónunnar við annan gjaldmiðil. Þetta er skynsamleg nálgun. Krónan gerir ekki bara fyrirtækjum í landinu ókleift að gera skynsamlegar áætlanir, heldur veldur hún því að vextir hér eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Það skerðir kjör fólksins í landinu. Talsmenn krónunnar benda oft á að hún veiti okkur sveigjanleika þegar í harðbakkann slær. Hin hliðin á þeim peningi er að það er einmitt krónan sem reglulega hefur komið okkur í efnahagslegt klandur. Hún er í senn sjúkdómurinn og lækningin. Íslendingar njóta þess nú að ferðast með ofursterka krónuna í vasanum. Lái þeim hver sem vill að flykkjast úr landi. Sagan kennir okkur að æskilegt er að eyða krónunum meðan þær halda verðgildi sínu. Á meðan er hin ofursterka króna farin að bíta ferðaþjónustuna svo um munar. Ferðamenn láta ekki endalaust bjóða sér okurverð. Benedikt segir í grein sinni að hann sé einungis að feta í fótspor fjármálaráðherra nítján evrulanda sem hafi hafnað eigin gjaldmiðlum fyrir evruna. Sá munur er þó á að þeir framkvæmdu í samræmi við stefnu þeirra ríkisstjórna sem þeir sátu í. Útspil Benedikts stangast hreinlega á við stjórnarsáttmálann, eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra benti á í gær. Í máli forsætisráðherra kom jafnframt fram, að ríkisstjórnin hefði verið að vinna að endurbótum á ramma peningamála í landinu. Að störfum væri nefnd sem sett var af stað undir þeim formerkjum að krónan verði áfram okkar gjaldmiðill. Útspil Benedikts er því í senn djarft og óvenjulegt. Þá er bara að fylgja orðum eftir með athöfnum, en ljóst er að samstarfsflokkurinn og stjórnarsáttmálinn sníða þröngan stakk í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lék óvenju djarfan leik með grein sinni hér í blaðinu í vikunni, sem bar yfirskriftina „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ Í greininni færir Benedikt rök fyrir því að Íslendingar eigi að skipta út krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Þar á Benedikt augljóslega við evruna. Rök Benedikts eru þekkt og sannfærandi. Krónan er vegna smæðar hagkerfisins óútreiknanlegur gjaldmiðill, og ekki til þess fallinn að tryggja stöðugleika. Hann bendir á að krónan ógni nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Við blasi að fyrirtæki í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem oftar en ekki eru með tekjur í erlendri mynt, eigi nú erfiða tíma. Þetta er gömul saga og ný. Hér áður fyrr var þetta vandamál leyst með pantaðri gengisfellingu þegar sjávarútvegurinn fór að finna fyrir styrkingu krónunnar. Sá tími virðist liðinn. Grein fjármálaráðherra bendir til þess að hann vilji eindregið berjast fyrir endanlegri lausn, það er nýjum, traustum gjaldmiðil, eða beintengingu krónunnar við annan gjaldmiðil. Þetta er skynsamleg nálgun. Krónan gerir ekki bara fyrirtækjum í landinu ókleift að gera skynsamlegar áætlanir, heldur veldur hún því að vextir hér eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Það skerðir kjör fólksins í landinu. Talsmenn krónunnar benda oft á að hún veiti okkur sveigjanleika þegar í harðbakkann slær. Hin hliðin á þeim peningi er að það er einmitt krónan sem reglulega hefur komið okkur í efnahagslegt klandur. Hún er í senn sjúkdómurinn og lækningin. Íslendingar njóta þess nú að ferðast með ofursterka krónuna í vasanum. Lái þeim hver sem vill að flykkjast úr landi. Sagan kennir okkur að æskilegt er að eyða krónunum meðan þær halda verðgildi sínu. Á meðan er hin ofursterka króna farin að bíta ferðaþjónustuna svo um munar. Ferðamenn láta ekki endalaust bjóða sér okurverð. Benedikt segir í grein sinni að hann sé einungis að feta í fótspor fjármálaráðherra nítján evrulanda sem hafi hafnað eigin gjaldmiðlum fyrir evruna. Sá munur er þó á að þeir framkvæmdu í samræmi við stefnu þeirra ríkisstjórna sem þeir sátu í. Útspil Benedikts stangast hreinlega á við stjórnarsáttmálann, eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra benti á í gær. Í máli forsætisráðherra kom jafnframt fram, að ríkisstjórnin hefði verið að vinna að endurbótum á ramma peningamála í landinu. Að störfum væri nefnd sem sett var af stað undir þeim formerkjum að krónan verði áfram okkar gjaldmiðill. Útspil Benedikts er því í senn djarft og óvenjulegt. Þá er bara að fylgja orðum eftir með athöfnum, en ljóst er að samstarfsflokkurinn og stjórnarsáttmálinn sníða þröngan stakk í þeim efnum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun