Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Íþróttadeild 365 skrifar 22. júlí 2017 18:09 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Fanndísar í dag. Vísir/getty Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki