Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2017 18:28 Freyr á hliðarlínunni í leiknum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53