Ingibjörg: Aldrei verið svona þreytt eftir leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. júlí 2017 20:00 Ingibjörg lokar á Vanessa Bürki í leiknum í dag. Vísir/Getty „Fyrsta markið má skrifa á einbeitingarleysi hjá okkur, þær taka innkast og við gleymum okkur að horfa á boltann í staðin fyrir að elta okkar menn,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í mörkunum tveimur í kvöld eftir 1-2 tap gegn Sviss í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi. „Í seinna markinu fer boltinn framhjá mér, ég veit ekki hvort það er að ég hafi misst af mínum manni en allaveganna klárar hún þetta fyrir aftan mig. Við getum og eigum að gera betur þar, við munum skoða þetta því við eigum ekki að fá tvö mörk á okkur.“ Ingibjörg sagðist lítið velta fyrir sér kringumstæðunum en hún er á sínu fyrsta stórmóti. „Ég er bara að einblína á að spila fótbolta, ég elska að spila fótbolta en það róar mann niður að hafa þessa tvo reynslubolta mér við hlið. Ef ég geri mistök eru þær oftast mættar til að styðja við mig.“ Hún var ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir að staðan væri slæm. „Við þurfum að halda áfram, þetta hlýtur að fara að detta með okkur núna. Við erum búnar að leggja okkur allar í þetta, í leiknum í dag vorum við að berjast allt til loka og áttum meira skilið,“ sagði Ingibjörg sem var lúin eftir leik. „Ég veit ekki hvort ég nái að labba út í rútuna, ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði hún að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
„Fyrsta markið má skrifa á einbeitingarleysi hjá okkur, þær taka innkast og við gleymum okkur að horfa á boltann í staðin fyrir að elta okkar menn,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í mörkunum tveimur í kvöld eftir 1-2 tap gegn Sviss í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi. „Í seinna markinu fer boltinn framhjá mér, ég veit ekki hvort það er að ég hafi misst af mínum manni en allaveganna klárar hún þetta fyrir aftan mig. Við getum og eigum að gera betur þar, við munum skoða þetta því við eigum ekki að fá tvö mörk á okkur.“ Ingibjörg sagðist lítið velta fyrir sér kringumstæðunum en hún er á sínu fyrsta stórmóti. „Ég er bara að einblína á að spila fótbolta, ég elska að spila fótbolta en það róar mann niður að hafa þessa tvo reynslubolta mér við hlið. Ef ég geri mistök eru þær oftast mættar til að styðja við mig.“ Hún var ekki á því að leggja árar í bát þrátt fyrir að staðan væri slæm. „Við þurfum að halda áfram, þetta hlýtur að fara að detta með okkur núna. Við erum búnar að leggja okkur allar í þetta, í leiknum í dag vorum við að berjast allt til loka og áttum meira skilið,“ sagði Ingibjörg sem var lúin eftir leik. „Ég veit ekki hvort ég nái að labba út í rútuna, ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði hún að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. 22. júlí 2017 18:37
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09