Sjá einnig:Féllust í faðma á æfingu dagsins
Þeir leikmenn sem spiluðu minna eða komu ekkert við sögu tóku hressilega á því á æfingunni sem Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, stýrði. Þegar fréttamenn fengu að fara inn á æfinguna var verið að spila stutt á milli marka á miklu tempói og svo farið í skotkeppni.
Stelpurnar voru eðlilega fúlar eftir úrslitin í gærkvöldi, bæði í sínum leik og hjá Frökkum og Sviss en jafnteflið þar varð til þess að Ísland er úr leik. Það verður því ekkert nema stoltið í boði fyrir íslenska liðið á móti Austurríki í Rotterdam á miðvikudaginn.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingunni í dag og myndaveislu má svo finna neðst í fréttinni.
Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.



