Úrslitin réðust á Íslandsmótinu í golfi | Myndaveisla

Í kvennaflokki hrósaði atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir sigri og tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil.
Mikil spenna var í karlaflokki þar sem úrslitin réðust í bráðabana. Þar hafði heimamaðurinn Axel Bóasson betur gegn Haraldi Franklín Magnús.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hvaleyrarvelli í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir

Haraldur: Var í ákveðnu spennufalli á leiðinni í umspilið
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, var léttur er blaðamaður Vísis náði á honum eftir að hafa tapað í umspili upp á Íslandsmeistaratitilinn í höggleik gegn Axeli Bóassyni fyrr í dag.

Axel Íslandsmeistari í annað sinn eftir bráðabana
Axel Bóasson, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki á heimavelli sínum eftir bráðabana en ótrúleg fimm högga sveifla á lokaholunum sendi þetta í bráðabana þótt að Axel hafi leitt um tíma með sjö höggum.

Valdís: Átti í bölvuðum vandræðum með veðrið alla helgina
Valdís Þóra Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik 2017, var að vonum sátt eftir að sigurinn var í höfn en hún sagði aðstæður hafa verið krefjandi alla helgina í Hvaleyrinni.

Köttur stal sviðsljósinu á lokaholunni
Það kom upp skemmtilegt atvik á Íslandsmótinu í höggleik sem fór fram á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði í dag.

Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK.

Axel: Kylfuberinn þurfti að róa mig niður á leiðinni í umspilið
Nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik var brattur er blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann sagðist aðeins vera ósáttur með eitt högg alla helgina sem kostaði hann næstum því sigurinn.