Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 09:46 Elín Metta Jensen er 22 ára og hefur raðað inn mörkum fyrir Val í Pepsi-deild kvenna undanfarin sjö ár. Vísir/Tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, segir áhuga erlendra félagsliða á íslenskum landsliðsmönnum mikinn. Freyr vill fá fleiri íslenska leikmenn í stærstu deildir Evrópu en til þess þurfa þær að vera tilbúnar að færa fórnir. Til stóð að blaðamenn fengju að ræða við hóp leikmanna landsliðsins á æfingasvæði liðsins í morgun. Freyr ákvað seint í gær að breyta þeim hittingi í fund með þjálfurum þar sem leikmenn þyrftu hvíld, jafnt líkamlega sem andlega. Freyr fór um víðan völl í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Til umræðu var meðal annars að Ísland þyrfti að eignast fleiri leikmenn í atvinnumennsku, þó ekki í meðal liðum í Noregi.Upptöku frá fundinum má sjá neðst í fréttinni. Fanndís Friðriksdóttir, lykilmaður í íslenska landsliðinu, spilar með Breiðablik á Íslandi.Vísir/getty „Ég myndi vilja sjá fleiri leikmenn tilbúna að spila með bestu liðum Evrópu. Við verðum að hugsa stórt, sama þótt því geti fylgt vonbrigði,“ sagði Freyr á fundinum. Leikmenn verði að hafa þor í að hugsa stórt. „Það er ástæðan fyrir því að Sara Björk er að spila með Wolfsburg. Hún hefur ætlað sér það frá því hún var tólf ára.“ Ef litið er yfir leikmannahóp Íslands og hann borinn saman við hópa hinna landsliðanna fimmtán á EM er hópur Íslands einn sá slakasti miðað við þau félagslið sem leikmenn spila með. Freyr segir hóp Íslands einn af þremur lélegustu hvað þetta varðar. Til samanburðar spilar allt byrjunarlið Austurríkis í þýsku úrvalsdeildinni, leikmenn Sviss spila í mjög sterkum liðum og Frakkar spila lang flestir í frönsku deildinni. Lyon og PSG í Frakklandi mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. En hvers vegna erum við ekki með fleiri leikmenn í sterkari deildunum? Sif Atladóttir hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð frá árinu 2010.Vísir/Tom „Þú þarft að fórna ákveðnum hlutum til að komast út. Fyrstu skrefin eru þung fjárhagslega. Þú færð ekki góðan samning fyrst, þarft að skrimta,“ sagði Freyr. Íslensku leikmennirnir hafi það gott hjá félögunum á Íslandi.„Þær geta búið hjá foreldrum sínum og eru í aukavinnu með,“ sagði Freyr. Aðstaðan heima sé fín og þjálfarar fínir. Samt ekkert í líkingu við aðstöðuna hjá stóru félögunum úti í heimi.„Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi,“ sagði Freyr og vill stelpurnar í topp fimm lið í Svíþjóð, í vaxandi deildir Englands og Spánar eða þá frönsku eða þýsku deildina. Jafnvel þá bandarísku.Þá var Freyr spurður út í kínversku deildina þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þjálfar. Sigurður Ragnar vildi fá Dagnýju Brynjarsdóttur í liðið í vetur. Hún endaði á að afþakka boðið og í framhaldinu tókust Freyr og Sigurður Ragnar á í fjölmiðlum. Sigurður Ragnar taldi Frey standa í vegi fyrir að Dagný færi út.Dagný Brynjarsdóttir leikur með Portland í bandarísku atvinnumannadeildinni.vísir/getty„Ef það hentar leikmanninum þá er það allt í lagi. Ég veit ekki hvort deildin sé jafngóð og þessar sem við erum að tala um,“ sagði Freyr og bætti við að erfitt væri að fylgjast með kínversku deildinni. Fyrst og fremst þyrfti fórnfýsi hjá leikmönnum að ætla sér út, sama hvað það kosti þótt fleiri þættir spili inn í.„Ég veit samt að það er áhugi á íslenskum leikmönnum,“ sagði Freyr. „Ég er með ansi mörg e-mail sem þarf að svara.“Aðspurður hvaða leikmönnum hafi verið sýndur áhugi sagði Freyr það í raun vera alla leikmenn sem væru ekki þekktar stærðir fyrir. Hann nefndi engin nöfn en telja má líklegt að Agla María Albertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir séu meðal þeirra sem fyrirspurnum rignir inn um. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, segir áhuga erlendra félagsliða á íslenskum landsliðsmönnum mikinn. Freyr vill fá fleiri íslenska leikmenn í stærstu deildir Evrópu en til þess þurfa þær að vera tilbúnar að færa fórnir. Til stóð að blaðamenn fengju að ræða við hóp leikmanna landsliðsins á æfingasvæði liðsins í morgun. Freyr ákvað seint í gær að breyta þeim hittingi í fund með þjálfurum þar sem leikmenn þyrftu hvíld, jafnt líkamlega sem andlega. Freyr fór um víðan völl í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Til umræðu var meðal annars að Ísland þyrfti að eignast fleiri leikmenn í atvinnumennsku, þó ekki í meðal liðum í Noregi.Upptöku frá fundinum má sjá neðst í fréttinni. Fanndís Friðriksdóttir, lykilmaður í íslenska landsliðinu, spilar með Breiðablik á Íslandi.Vísir/getty „Ég myndi vilja sjá fleiri leikmenn tilbúna að spila með bestu liðum Evrópu. Við verðum að hugsa stórt, sama þótt því geti fylgt vonbrigði,“ sagði Freyr á fundinum. Leikmenn verði að hafa þor í að hugsa stórt. „Það er ástæðan fyrir því að Sara Björk er að spila með Wolfsburg. Hún hefur ætlað sér það frá því hún var tólf ára.“ Ef litið er yfir leikmannahóp Íslands og hann borinn saman við hópa hinna landsliðanna fimmtán á EM er hópur Íslands einn sá slakasti miðað við þau félagslið sem leikmenn spila með. Freyr segir hóp Íslands einn af þremur lélegustu hvað þetta varðar. Til samanburðar spilar allt byrjunarlið Austurríkis í þýsku úrvalsdeildinni, leikmenn Sviss spila í mjög sterkum liðum og Frakkar spila lang flestir í frönsku deildinni. Lyon og PSG í Frakklandi mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. En hvers vegna erum við ekki með fleiri leikmenn í sterkari deildunum? Sif Atladóttir hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð frá árinu 2010.Vísir/Tom „Þú þarft að fórna ákveðnum hlutum til að komast út. Fyrstu skrefin eru þung fjárhagslega. Þú færð ekki góðan samning fyrst, þarft að skrimta,“ sagði Freyr. Íslensku leikmennirnir hafi það gott hjá félögunum á Íslandi.„Þær geta búið hjá foreldrum sínum og eru í aukavinnu með,“ sagði Freyr. Aðstaðan heima sé fín og þjálfarar fínir. Samt ekkert í líkingu við aðstöðuna hjá stóru félögunum úti í heimi.„Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi,“ sagði Freyr og vill stelpurnar í topp fimm lið í Svíþjóð, í vaxandi deildir Englands og Spánar eða þá frönsku eða þýsku deildina. Jafnvel þá bandarísku.Þá var Freyr spurður út í kínversku deildina þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þjálfar. Sigurður Ragnar vildi fá Dagnýju Brynjarsdóttur í liðið í vetur. Hún endaði á að afþakka boðið og í framhaldinu tókust Freyr og Sigurður Ragnar á í fjölmiðlum. Sigurður Ragnar taldi Frey standa í vegi fyrir að Dagný færi út.Dagný Brynjarsdóttir leikur með Portland í bandarísku atvinnumannadeildinni.vísir/getty„Ef það hentar leikmanninum þá er það allt í lagi. Ég veit ekki hvort deildin sé jafngóð og þessar sem við erum að tala um,“ sagði Freyr og bætti við að erfitt væri að fylgjast með kínversku deildinni. Fyrst og fremst þyrfti fórnfýsi hjá leikmönnum að ætla sér út, sama hvað það kosti þótt fleiri þættir spili inn í.„Ég veit samt að það er áhugi á íslenskum leikmönnum,“ sagði Freyr. „Ég er með ansi mörg e-mail sem þarf að svara.“Aðspurður hvaða leikmönnum hafi verið sýndur áhugi sagði Freyr það í raun vera alla leikmenn sem væru ekki þekktar stærðir fyrir. Hann nefndi engin nöfn en telja má líklegt að Agla María Albertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir séu meðal þeirra sem fyrirspurnum rignir inn um.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Sjá meira
„Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00