Líkur á breyttu byrjunarliði en ekki breytinganna vegna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 12:00 Byrjunarliiðið í fyrsta leiknum gegn Frakklandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur í leiknum gegn Sviss. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira