Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund þjálfaranna í heild sinni

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson á blaðamannafundinum í dag.
Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson á blaðamannafundinum í dag. vísir/tom
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, og Ólafur Pétursson, markavarðaþjálfari landsliðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á æfingasvæði íslenska liðsins í dag.

Þeir félagarnir fóru um víðan völl á 27 mínútna löngum fundi þar sem Freyr sagði meðal annars að vonbrigði og smá reiði væri hjá stelpunum okkar vegna stöðunnar á mótinu.

Freyr sagði einnig að innhólfið hjá sér væri fullt af fyrirspurnum um íslensku stelpurnar sem hafa spilað vel á mótinu þrátt fyrir að ná ekki úrslitum. Hann þarf að svara þeim eftir að mótinu lýkur.

Umræðan um U23 ára landsliðið er hávær og Freyr vill endilega að það verði sett á laggirnar. Hann getur þó ekki staðið einn í baráttunni eins og hann talaði um á fundinum sem má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Enn þá skrefi á eftir þeim bestu

Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum.

Endurfundir í Hollandi

"Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×